Tveir risa leikir fara fram þegar nítjándu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld. Fáar umferðir  eru eftir í deildarkeppninni og því hver leikur mikilvægur.

Liðin sem léku til úrslita í bikarkeppninni fyrir stuttu mætast í kvöld í svokölluðum toppslag þar sem topplið Njarðvíkur heimsækir Stjörnuna. Njarðvík vann fyrri leik liðanna 99-95 og þarf Stjarnan því að vinna með meira en fjórum stigum til að komast í toppsætið í kvöld og sigra innbyrgðisviðureign liðanna.

Haukar geta stokkið uppí úrslitakeppnissæti með sigri í kvöld. Liðið mætir Keflavík í Blue höllinni þar sem Keflavík getur haldið í við efstu þrjú liðin með sigri.

Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Stjarnan Njarðvík – kl. 19:15

Keflavík Haukar – kl. 19:15