Leikir þrjú í átta liða úrslitum Dominos deildar karla fara af stað í kvöld og getur einni viðureign lokið þar.

Í eina einvíginu þar sem staðan er jöfn mætast Stjarnan og Grindavík. Flestir höfðu búist við að Garðbæingar færu auðveldlega í gegnum Grindavík en það hefur ekki verið staðreyndin.

Njarðvíkingar geta sent ÍR í sumarfrí með sigri í Ljónagryfjunni í kvöld. Kevin Capers snýr aftur í lið ÍR í kvöld eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Gera má ráð fyrir að ÍR selji sig rándýrt í kvöld og búast má við hörkuleik.

Þá fær Hamar Hött í heimsókn í 1. deild karla en staðan í einvíginu er 1-1. Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni í dag.


Leikir dagsins:

8 liða úrslit Dominos deild karla:

Stjarnan – Grindavík – kl. 19:15

Njarðvík – ÍR – kl. 19:15

Undanúrslit 1. deild karla:

Hamar – Höttur – kl. 19:15