24. umferð Dominos deildar kvenna fer fram í dag með fjórum leikjum.
Baráttan bæði við topp deildarinnar, sem og um sæti í úrslitakeppni í algleymingi þegar aðeins fimm leikir eru eftir af deildarkeppninni. Mesta baráttan þennan daginn verður að teljast vera í Stykkishólmi, þar sem heimakonur í Snæfell taka á móti Stjörnunni, en fyrir leikinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Stjarnan í fjórða og síðasta sæti úrslitakeppninnar með 28 og Snæfell sæti neðar með 26.

Þá fara fram tveir leikir í fyrstu deild kvenna. Norðurlandsslagur er á Akureyri þar sem heimakonur í Þór taka á móti Tindastól og í Mustad höllinni mætast Grindavík og Hamar.

Leikir dagsins

 
Dominos deild kvenna:
 
Haukar Breiðablik – kl. 16:30
 
Skallagrímur Keflavík – kl. 16:30
 
KR Valur – kl. 16:30
 
Snæfell Stjarnan – kl. 17:00
 
1. deild kvenna:
 
Þór Tindastóll – kl. 14:00
 
Grindavík Hamar – kl. 17:15