Fimm leikir fara fram í 20. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Línur eru heldur betur farnar að skýrast en örlög nokkurra liða geta ráðist í kvöld.

Grindavík, ÍR og Haukar leika öll í kvöld en liðin eru jöfn að stigum í 7-9 sæti deildarinnar en eitt af þessum liðum þarf að bíta í það súra epli að komast ekki í úrslitakeppni. Haukar og Grindavík mætast innbyrgðis í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik.

Þá geta örlög Skallagríms ráðist í kvöld þegar liði heimsækir Val. Liðið þarf að sigra til að eiga möguleika á áframhaldandi sæti í Dominos deildinni að ári. Fyrri leikur liðanna fór 96-105 fyrir Val og því þarf Skallagrímur að vinna með meira en 9 stigum til að vinna innbyrgðisviðureign liðsins.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins hér á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Þór Þ – Keflavík – kl. 18:30 

Njarðvík – ÍR – kl. 19:15

Tindastóll – Breiðablik – kl. 19:15

Haukar – Grindavík – kl. 19:15

Valur – Skallagrímur – kl. 20:15