21. umferð Dominos deildar karla hefst í dag með fjórum leikjum.

Haukar heimsækja Þór í Þorlákshöfn, Skallagrímur fær Tindastól í heimsókn, Breiðablik og Njarðvík mætast í Smáranum og í Keflavík mætast heimamenn og Valur.

Stórleikur kvöldsins vafalaust sá er fram fer í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Haukar sem stendur í 9. sæti deildarinnar, einum sigurleik fyrir aftan Grindavík og ÍR í 7.-8. sætinu. Með aðeins tvær umferðir eftir má gera því skóna að þarna fari stærsta tækifæri Hafnfirðinga til þess að eiga þess kost að vera með í úrslitakeppninni. Þór aftur á móti nokkuð örugglega í 6. sætinu, þar sem litlar líkur eru að þeir falli niður, eða nái að vinna sig upp.

 

Staðan í deildinni

 

Leikir dagsins

 
Dominos deild karla:
 
Þór Haukar – kl. 18:00
 
Skallagrímur Tindastóll – kl. 19:15
 
Breiðablik Njarðvík – kl. 19:15
 
Keflavík Valur – kl. 20:00