Heil umferð fer fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Fjórar umferðir eru eftir í deildinni og því mikil barátta framundan.

Stærsti leikur dagsins er í Stykkishólmi þar sem KR mætir í heimsókn. Þar berjast liðin um úrslitakeppni en Snæfell verður að sigra til að eiga möguleika á að ná í keppnina.

Fjögur stig eru á milli liðanna fyrir leikinn en Snæfell þarf að vinna með 21 stigi eða meira til að ná yfirhöndinni í innbyrgðisviðureign liðanna.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Keflavík – Haukar kl 19:15

Breiðablik – Valur kl 19:15

Stjarnan – Skallagrímur kl 19:15

Snæfell – KR kl 19:15