Deildarkeppni Dominos deildar kvenna lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Valsarar taka á móti deildarmeistaratitlinum að Hlíðarenda þegar Snæfell mætir í heimsókn. Haukar og Skallagrímur mætast í leik sem skiptir engu uppá lokaniðurstöðu deildarinnar og lýkur tímabilinu hjá báðum liðum í kvöld.

Blikar enda dvöl sína í efstu deild með því að taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni. KR tekur á móti Keflavík sem vill fara inní úrslitakeppnina á fullri siglingu. Enn er óljóst hvaða lið endar í fjórða sæti deildarinnar en KR er í betri stöðu fyrir leiki dagsins. Snæfell þarf að stöðva sigurgöngu Vals og vonast til þess að KR tapi til þess að komast í úrslitakeppnina.

Einnig fara fram leikir í úrslitakeppni 1. deildar sem má sjá hér að neðan.

Leikir dagsins

Dominos deild kvenna:

Haukar – Skallagrímur kl 19:15

Valur – Snæfell kl 19:15

Breiðblik – Stjarnan kl 19:15

KR – Keflavík kl 19:15

1. deild karla

Vestri – Fjölnir kl 19:15

1. deild kvenna

Njarðvík – Fjölnir kl 19:15