Leikir tvö í átta liða úrslitum Dominos deildar karla fara fram í kvöld. KR og Tindastóll eru í góðum málum.

Í DHL-höllinni mættir KR Keflavík en KR vann fyrsta leikinn í einvíginu á útivelli, nokkuð óvænt. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða spil Keflavík dregur uppúr ermunum í kvöld.

Þór Þ getur jafnað einvígið gegn Tindastól þegar stólarnir heimsækja Þorlákshöfn. Búast má við hörkuleik enda Þórsarar ekki verið þekktir fyrir annað en mikla baráttu og munu því ekki gefast svo glatt upp gegn sterku liði Tindastóls.

Einnig fara fram leiki í undanúrslitum 1. deildanna þar sem Fjölnir og Grindavík eru í forystu.

Fjallað verður um leikina á Körfunni síðar í dag.

8 liða úrslit – Dominos deild karla:

KR – Keflavík – kl. 19:15 (Staðan í einvíginu 1-0)

Þór Þ – Tindastóll – kl. 19:15 (Staðan í einvíginu 0-1)

Undanúrslit – 1. deild karla:

Vestri Fjölnir – kl. 19:15 (Staðan í einvíginu 0-1)

Undanúrslit – 1. deild kvenna:

Þór Grindavík – kl. 19:15 (Staðan í einvíginu 0-1)