Leikir þrjú í átta liða úrslitum Dominos deildar karla fara af stað í kvöld og getur báðum viðureignum lokið þar í kvöld.

Í Keflavík getur KR komist í undanúrslit með sigri en KR hefur ekki tapað leik í átta liða úrslitum í nokkur ár. Þórsarar geta einnig farið í sumarfrí þegar Stólarnir taka á móti þeim.

Staðan í báðum einvígum er 2-0 og því fróðlegt að sjá hvort fleiri leikir verða á laugardag í þessum einvígum.

Einnig verður barist í undanúrslitum 1. deildar kvenna þar sem Grindavík og Fjölnir geta komist í úrslitaeinvígið.

Átta liða úrslit – Dominos deild karla

Keflavík – KR – kl. 19:15

Tindastóll – Þór Þ – kl. 19:15

Undanúrslit 1. deild karla:

Fjölnir – Vestri – kl. 18:00

Undanúrslit 1. deild kvenna:

Grindavík – Þór Ak – kl. 19:15

Fjölnir – Njarðvík – kl. 20:15