Þrír leikir fara fram í 23. umferð Dominos deildar kvenna sem lýkur þar með í kvöld. Einn leikur fór fram í gær þar sem Valur valtaði yfir Hauka.

Í Smáranum mætast botnliðin Breiðablik og Skallagrímur þar sem örlög Blika geta ráðist. Fari svo að Skallagrímur vinni leikinn eru tólf stig sem skilja liðin af þegar fimm umferðir eru eftir. Þar með væru Blikar endanlega fallnir. Til þess þurfa Borgnesingar hinsvegar að vinna fyrsta útileik sinn á tímabilinu.

Keflavík tekur á móti Snæfell í Blue höllinni þar sem Keflavík getur haldið í við Val á toppi deildarinnar. Þá fær Stjarnan KR í heimsókn þar sem hart verður barist um sæti í úrslitakeppninni en KR er í þriðja sæti en Stjarnan í því fjórða og gæti leikurinn reynst mikilvægur í baráttunni.

Staðan í deildinni.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Breiðablik Skallagrímur – kl. 19:15

Keflavík Snæfell – kl. 19:15

Stjarnan KR – kl. 19:15