Tuttugustu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með einum leik. Þar fá Íslandsmeistarar KR bikarmeistara Stjörnunnar í heimsókn í stórleik. Stjarnan getur náð tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og þannig setja aðra hendina á deildarmeistaratitilinn.

Þá fer heil umferð fram í 1. deild karla þar sem línur getur heldur betur skýrst í kvöld. Þór Ak getur nefnilega tryggt sæti sitt í Dominos deildinni að ári með sigri í Stykkishólmi.

Einnig fer einn leikur fram í 1. deild kvenna þar sem Fjölnir, sem hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn fær ÍR í heimsókn.

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Körfunni síðar í dag.

Leikir dagsins: 

Dominos deild karla:

KR-Stjarnan kl 20:00

  1. deild kvenna:

Fjölnir – ÍR kl 18:00

  1. deild karla:

Snæfell – Þór Ak. kl 19:15

Vestri – Hamar kl 19:15

Selfoss – Sindri kl 19:15

Fjölnir – Höttur kl 20:30