Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos deildar karla í kvöld með sigri á Grindavík. Liðin mættust í fjórða sinn í kvöld og Stjarnan sigraði einvígið því 3-1.

Á Vísi.is er greint frá því að smámynt hafi verið kastað í Antti Kanervo leikmann Stjörnunnar af stuðningsmanni Grindavíkur þegar lítið var eftir af leiknum. Leikurinn var þá að fjara frá Grindvíkingum.

Peningurinn mun hafa lent hjá Arnari Guðjónssyni þjálfara Stjörnunnar sem rauk inná völlinn til að sýna peninginn. Gríðarlegur hiti var í stúkunni í kvöld enda mikið undir.

Í viðtali við mbl.is eftir leik vildi Arnar Guðjónsson ekki tjá sig um atvikið en Jóhann Þór Ólafsson sagði: „Ég sá ekki hvað gerðist en mér skilst að ein­hver illa gef­inn ein­stak­ling­ur grýtti klinki inn á völl­inn,”

Fróðlegt verður  að sjá hvort einhverjir eftirmálar verða af þessu atviki en Grindvíkingar eru á leið í sumarfrí.