Fyrr í dag hlaut Jón Axel Guðmundsson gríðarlega viðurkenningu þegar hann var valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar í bandaríska háskólabolanum.

Einnig var Jón Axel valinn í úrvalslið deildarinnar ásamt liðsfélaga sínum Kellan Grady. Verðlaunin eru valin af öllum fjórtán þjálfurum deildarinnar en Davidson situr í öðru sæti deildarinnar tveimur sigrum á eftir VCU.

Jón Axel er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 17,2 stig, fimmti stigahæsti með 7,3 fráköst og fimmti stoðsendingahæsti leikmaðurinn með 4,7 stoðsendingar. Hann er þriðji leikmaður Davidson sem hlýtur þennan heiður á eftir Payton Aldrigde og Tyler Kalionski.

Magnaður árangur hjá þessum unga Grindvíking sem varð á tímabilinu sá fyrsti til að setja 1000 stig, 500 fráköst og 400 stoðsendingar fyrir skólann. Auk þess setti hann fyrsti þreföldu tvennu skólans í 46 ár fyrir stuttu.