Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðuna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni:

Takk fyrir að búa til skemmtilegan leik. Það voru margir sem höfðu enga trú á ykkur en þið hafið greinilega trú á ykkur sjálfum. Ég veðja á það að þú ert bara nokkuð ánægður með liðið þitt…

Já takk fyrir það. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna, við vorum flottir. Það kom smá slen yfir þetta í fyrri hálfleik, þá misstum við þá aðeins of langt frá okkur en geggjað hvernig við komum til baka og þriðji leikhluti bara mjög góður. Brandon setur þarna einhver 5 stig í röð í andlitið á okkur þegar allt er í járnum og þetta er allt saman erfitt. En fyrst og fremst bara geggjuð frammistaði og við vorum flottir bæði í vörn og sókn. Við sýndum fyrst og fremst okkur sjálfum að við getum vel spilað við þetta lið og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur.

Já, er það ekki einmitt risastórt, ef við leyfum okkur að segja að þið sigrið leik 2 heima þá hafið þið alveg trú á því að geta unnið hér?

Jájá…en við höfum svo sem ekki verið eitthvað sjúklegir á heimavelli í vetur þannig að…en við þurfum bara að gera enn betur og byggja á þessa góðu frammistöðu hér í kvöld, það er klárt. Stjörnuliðið er auðvitað mjög gott. En við lendum einhverjum 20 stigum undir í fyrri sem var kannski óþarfi – ef systurnar Ef og Hefði hefðu verið með okkur í liði hefðum við bara tekið þetta!

Já þetta var ansi vondur kafli þarna í öðrum leikhluta og lendið 20 undir…það er aldrei jákvætt…

Neinei, en númer 1, 2 og 10 er að þetta var geggjuð frammistaða, við sýndum okkur sjálfum að við getum spilað við þetta lið og það er bara mjög gott.

Mikið rétt, og það er frábært að fá svona skemmilega leiki í viðureign deildarmeistaranna og liðsins í 8. sæti…það er ekki alltaf þannig…

Neinei mikið rétt!

Meira má lesa um leikinn hér 

Viðtal: Kári Viðarsson