Úrslitakeppni Dominos deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Næsta lið er Njarðvík.

Njarðvík ætlar sér að gera atlögu að fyrsta titli sínum frá árinu 2006 eða í þrettán ár. Liðið er mjög sterkt í ár með mögulega besta leikmann deildarinnar í Elvari Má. Njarðvík tapaði úrslitaleiknum í bikarnum fyrir rúmum mánuði og fengu sjálfsagt blóð á tennurnar eftir það til að sækja þann stóra.

Þrátt fyrir að þennan mikla mun á liðunum í töflunni má gera ráð fyrir spennandi seríu. ÍR sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni fyrir stuttu sem gefur Breiðhyltingum trú á verkefnið.

Njarðvík ætlar sér stóra hluti en liðið missti deildarmeistaratitilinn í hendurnar á Stjörnunni í lok deildarkeppninnar. Ljóst er að erfitt verkefni býður Njarðvíkur sem þarf að fara erfiða leið að titlinum sem liðið þráir heitt.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 21. mars: Njarðvík – ÍR, Ljónagryfjan
Leikur 2 – 24. mars: ÍR – Njarðvík, Hertz hellirinn
Leikur 3 – 27. mars: Njarðvík – ÍR, Ljónagryfjan
Leikur 4 – 29. mars: ÍR – Njarðvík, Hertz hellirinn (ef þarf)
Leikur 5 – 31. mars:Njarðvík – ÍR, Ljónagryfjan (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Njarðvíkingana Elvar Már Friðriksson og Einar Árni Jóhannsson má finna hér að neðan: