Úrslitakeppni Dominos deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Þá er komið að liði Grindavíkur.

Grindavík hefur verið upp og ofan í vetur, liðið hefur leikið jafn vel og það hefur leikið illa. Fyrir vikið endaði liðið í áttunda sæti deildarinnar og fá deildarmeistarana. Byrjunarlið Grindavíkur er mjög sterkt en dýpt liðsins er ekki mikil. Mikið mun mæða á fyrstu fimm leikmönnum sem þurfa að hitta á sína bestu daga til að standast Stjörnunni snúning.

Margir telja líklegt að Stjarnan vinni einvígið gegn Grindavík örugglega. Það skildi þó enginn gleyma einvígi þessara liða fyrir tveimur árum þar sem þeir gulu mættu og sópuðu Stjörnunni örugglega í eftirminnilegu einvígi.

Ótrúlegustu hlutir hafa gerst í úrslitakeppninni og þurfa Grindvíkingar að vonast eftir því í ár. Til þess þurfa Grindvíkingar því að troðfylla Röstina og blása þannig trú í sína menn.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 21. mars: Stjarnan – Grindavík, Mathús Garðarbæjar höllin
Leikur 2 – 24. mars: Grindavík – Stjarnan, Mustad-höllin
Leikur 3 – 27. mars: Stjarnan – Grindavík, Mathús Garðarbæjar höllin
Leikur 4 – 29. mars: Grindavík – Stjarnan, Mustad-höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 31. mars: Stjarnan – Grindavík, Mathús Garðarbæjar höllin (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Grindvíkingana og bræðurna Jóhann og Ólaf Ólafssyni.