Úrslitakeppni Dominos deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Við byrjum á liði Stjörnunnar.

Deildarmeistarar Stjörnunnar mæta í fyrsta sinn í sögunni með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur verið svo gott sem óstöðvandi eftir áramót og unnið tíu af ellefu leikjum liðsins í Dominos deildinni.

Þar að auki lyfti Stjarnan bikarmeistaratitlinum eftir frábæra frammistöðu gegn Njarðvík í úrslitaleiknum. Liðinu var spáð efsta sætinu og tókst því að leika það eftir. Margir telja líklegt að Stjarnan vinni einvígið gegn Grindavík örugglega. Það skildi þó enginn gleyma einvígi þessara liða fyrir tveimur árum þar sem þeir gulu mættu og sópuðu Stjörnunni örugglega.

Garðbæingar eru með ógnarsterkan hóp sem er erfitt að sjá hiksta mikið í úrslitakeppninni en það getur allt gerst.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 21. mars: Stjarnan – Grindavík, Mathús Garðarbæjar höllin
Leikur 2 – 24. mars: Grindavík – Stjarnan, Mustad-höllin
Leikur 3 – 27. mars: Stjarnan – Grindavík, Mathús Garðarbæjar höllin
Leikur 4 – 29. mars: Grindavík – Stjarnan, Mustad-höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 31. mars: Stjarnan – Grindavík, Mathús Garðarbæjar höllin (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Stjörnumennina Anti Kanervo og Arnar Guðjónsson má finna hér að neðan: