Tindastóll vann sigur á ÍR eftir framlengdan háspennuleik í gærkvöldi þar sem PJ Alawoya tryggði framlengingu með ótrúlegri flautukörfu.

Mikill hiti var í leiknum og ræddi Matthías Orri meðal annars við Körfuna í gær um pirring Kevin Capers sem virtist missa hausinn í gær. Vísir.is birti myndband í morgun þar sem Capers sést traðka á leikmanni Tindastóls Viðari Ágústssyni.

Viðar var nýbúinn að fiska ruðning á Capers sem lét það fara í skapið á sér og virðist stíga á ökkla Viðars er hann gengur í burtu. Áhorfendur þurfa að dæma um hvort að um ásetning sé að ræða en áhugavert verður að sjá hvort atvikið rati til aga- og úrskurðarnefndar. Ef að því verður gæti Kevin átt yfir höfði sér bann.

ÍR er í harðri baráttu við Grindavík og Hauka um tvö laus sæti í úrslitakeppninni nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Það gæti því reynst rándýrt fyrir liðið að missa Kevin í bann á þessum tímapunkti.

Sjón er sögu ríkari, myndband Vísis af atvikun má finna hér.