Í kvöld verður Fjölni afhent verðlaun sín fyrir að vera deildarmeistari í 1. deild kvenna. Liðið er búið að vinna deildina, komnar með 28 stig úr þeim 16 umferðum sem búnar eru. Grindavík er fjórum stigum fyrir neðan þær í öðru sætinu, með 24. Fjölnir tryggði sér deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi með sigri á Hamri.

Fjölnir eru þó ekki öruggar með sæti í efstu deild á næsta tímabili, en í fyrstu deildinni verður fjögurra liða úrslitakeppni sem sker úr um það.

Staðan í deildinni

Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður bikarafhending að loknum leik.