Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í kvöld þar toppliðin voru í eldlínunni. Fjölnir tryggði sér deildarmeistaratitlinn með sigri í Hveragerði.

Lokastaðan í leik Hamars og Fjölnis var 80-92 fyrir Fjölni sem er þar með deildarmeistari þegar tvær umferðir eru eftir en liðið hefur sex stiga forystu á Grindavík sem er í öðru sæti. Á sama tíma vann Grindavík Þór Ak 87-67.

Ljóst er að það verða Grindavík og Þór Ak sem fylgja Fjölni í úrslitakeppnina og þá er líklegt að Njarðvík verði liðið í fjórða sæti. Úrslitakeppnin hefst 21. mars þar sem liðin keppast um eitt laus sæti í Dominos deild kvenna á næsta ár.

Úrslit dagsins:

  1. deild kvenna:

Hamar 80-92 Fjölnir

Grindavík 87-67 Þór Ak