Úrslitakeppni Dominos deildar karla hófst í gærkvöldi tveimur leikjum. Í kvöld fara svo hin tvö einvígi 8 liða úrslitanna af stað. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Röðin er komin að Tindastól sem mætir Þór í fyrstu umferð.

Tindastóll endaði í þriðja sæti deildarkeppninnar. Sigruðu 16 leiki af 22 í vetur. Flestir þeirra sigurleikja komu í fyrri umferðinni, en liðið fór í djúpa lægð laust eftir að leikur hófst á nýju ári. Koma þei þó á nokkurri keyrslu inn í úrslitakeppnina, hafandi sigrað fjóra síðustu leiki deildarkeppninnar. Sá allra síðasti var risastór sigur á Keflavík, í leik um hvort liðið myndi enda í þriðja sætinu. Hefði Tindastóll tapað þeim leik, hefðu þeir hafnað í fimmta sætinu.

Liðin skiptu með sér leikjum vetrarins. Tindastóll vann leikinn fyrir norðan nokkuð stórt fyrir áramót. Þór vann svo seinni leikinn heima í Þorlákshöfn með átta stigum þann 6. janúar síðastliðinn.

Lið Tindastóls fer gríðarlega vel mannað inn í þessa úrslitakeppni. Með Íslandsmeistarareynslu fyrrum leikmanna KR, Brynjars Þórs Björnssonar og Philip Alawoya og hæfileikaríka leikmenn í Pétri Rúnari Birgissyni, Viðari Ágústssyni, Danero Thomas, Axeli Kárasyni og Dino Butorac. Ættu að hafa það sem þarf til þess að fara alla leið.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 22. mars: Tindastóll Þór – Síkið
Leikur 2 – 25. mars: Þór Tindastóll – Icelandic Glacial Höllin
Leikur 3 – 28. mars: Tindastóll Þór – Síkið
Leikur 4 – 30. mars: Þór Tindastóll – Icelandic Glacial Höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 1. apríl: Tindastóll Þór – Síkið (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Stólana Philip Alawoya og Israel Martin er að finna hér fyrir neðan: