Heimsmeistarakeppnin í körfubolta fer fram í Kína í ágúst á þessu ári þar sem bestu lið heimsins mætast. Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir mótið og ljóst að mikið af spennandi viðureignum verða.

Kobe Bryant fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og tvöfaldur ólympíumeistari með Bandaríkjunum dróg í riðlana ásamt Jason Derulo.

Bandaríkin sem eru sigurstrangleg líkt og venjulega eru í riðli með Tékklandi, Japan og Tyrklandi. G-riðill er gríðarlega sterkur en Þjóðverjar og Frakkar mætast þar ásamt Jórdaníu og Dómíníska lýðveldinu.

Dauðariðillinn er H-riðillinn þar sem Litháen, Ástralía, Senegal og Kanada. Allan dráttinn má finna hér að neðan: