Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ fundaði fyrr í dag þar sem til skoðunar var mál Kevin Capers leikmanns ÍR.

Í fyrsta leik Njarðvíkur og ÍR í átta liða úrslitum Dominos deildar karla sló Capers til Jóns Arnórs Sverrissonar leikmanns Njarðvíkur. Honum var vikið af velli eftir að dómarar leiksins skoðuðu atvikið aftur.

Niðustaða úrskurðarnefndar er að Kevin Capers fái eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leiknum. Bannið tekur strax gildi.

Þetta þýðir að Capers verður ekki með liði ÍR sem mætir Njarðvík á morgun sunnudag. Leikurinn er númer tvö í einvígi liðanna og leiðir Njarðvík 1-0 eftir jafnan fyrsta leik.