Njarðvík lagði ÍR í Hellinum með 85 stigum gegn 70 í öðrum leik 8 liða úrslitaeinvígis liðanna fyrr í kvöld. Njarðvík er því komið með tvo sigurleiki og vantar aðeins einn til þess að komast áfram til undanúrslita. Þriðji leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni næsta miðvikudag.

Karfan spjallaði við þjálfara ÍR, Borche Ilievski, eftir leik í Breiðholtinu.