Aukasendingin: Úrslitakeppnin er að hefjast – Rýnt í öll einvígin

Samsett mynd

Aukasendingin fer yfir síðustu umferðir í Dominos deildunum í körfubolta. Farið yfir helstu umræðuefni og atvik síðustu vikna. Ekkert verður skafað af hlutunum. 

Þessa vikuna er það úrslitakeppnisbomba sem kemur út enda hápunktur tímabilsins að hefjast, úrslitakeppnin. Spáð í spilin fyrir úrslitakeppni Dominos deildar karla. Farið yfir öll einvígin og viðtöl við þjálfara birt.

Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.

Gestur þáttarins er Hörður Unnsteinsson.

Umsjón: Ólafur Þór, Davíð Eldur og Bryndís Guðmundsdóttir

Þátturinn er einnig á iTunes

Efnisyfirlit: 

0:15 – Almennt hjal

03:00 – Dominos deild kvenna: Síðustu umferðir fyrir úrslitakeppni

08:30 – Lokaumferð Dominos deildar karla – Tímabilin gerð upp hjá liðunum í 9.-12. sæti

41:40 – Úrslitakeppni Dominos deildar karla:

41:45 – Stjarnan – Grindavík

51:45 – Njarðvík – ÍR

1.07:00 – Tindastóll – Þór Þ

1.25:25 – Keflavík – KR

1.42:00 – Úrvalslið deildarkeppninnar, MVP og þjálfari ársins