Rétt í þessu lauk 21. umferð Dominos deildar kvenna með einum leik. Þar með er þriðju umferð deildarinnar lokið og heil umferð eftir.

Í Stykkishólmi tóku heimakonur á móti nýkrýndum bikarmeisturum Vals en sömu lið mættust í undanúrslitum bikarsins í síðustu viku. Snæfell átti ekki mikið í sterkt lið Vals og unnu gestirnir öruggan sigur.

Helena Sverrisdóttir var frábær í leiknum og setti 20 stig og 17 fráköst. Valur jafnaði þar með KR að stigum í öðru sæti deildarinnar.

Úrslit dagsins.

Dominos deild kvenna:

Snæfell 65-80 Valur