Nítjánda umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld.

Í Garðabæ lögðu heimakonur í Stjörnunni granna sína úr Haukum, Valur vann Keflavík suður með sjó, Snæfell kjöldróg Skallagrím í vesturlandsslagnum og í Smáranum bar KR sigurorð af Breiðablik.

Eftir umferðina eru Keflavík og KR með jafnmörgu stig, 28, í 1.-2. sæti deildarinnar. Tveimur stigum fyrir aftan er Valur í 3. sætinu, en þær hafa nú sigrað síðustu 9 leiki sína. Í síðasta sæti úrslitakeppninnar er svo Snæfell með 24 stig, tveimur stigum á undan Stjörnunni í því 5.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan 79 – 75 Haukar

Keflavík 75 – 94 Valur

Snæfell 79 – 42 Skallagrímur

Breiðablik 81 – 102 KR