Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld þar sem spennan var alsráðandi.

Stjarnan valtaði yfir Val á sínum heimavelli en Garðbæingar unnu þriðja leikhluta 44-18. Í Grindavík unnu heimamenn nokkuð óvæntan sigur á Tindastól sem hafa nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Í Breiðholti var sannkallaður naglbítur þar sem Þór Þ sótti sigurinn með ótrúlegri körfu Nick Tomsick. Myndaband af körfunni má finna hér að neðan:


Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

ÍR 95-96 Þór Þ

Grindavík 100-96 Tindastóll

Stjarnan 107-71 Valur