Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem nokkuð öruggir sigrar unnust. Tveimur leikjum var frestað í landsbyggðardeildinni í kvöld vegna veðurs.

Ótrúlegar tölur sáust í Stykkishólmi þar sem Höttur gjörsamlega valtaði yfir ungt lið Snæfells. Höttur vann 86 stiga sigur og hélt Snæfell í 36 stigum, þar af komu 13 stig Snæfells í lokafjórðungnum.

Myndasafn úr leiknum (Sumarliði Ásgeirsson)

Þór Ak styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með góðum heimasigri á Selfossi þar sem Óðinn Ásgeirsson tók skónna af hillunni á ný.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

  1. deild karla

Snæfell-Höttur 36-122 (10-35, 8-31, 5-37, 13-19)

Snæfell: Ísak Örn Baldursson 7, Dawid Einar Karlsson 7/5 fráköst, Darrell Flake 6/7 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 6, Dominykas Zupkauskas 5, Kristófer Kort Kristjánsson 4, Viktor Brimir Ásmundarson 1, Ellert Þór Hermundarson 0, Benjamín Ómar Kristjánsson 0/4 fráköst, Tómas Helgi Baldursson 0.
Höttur: Charles Clark 30/6 fráköst, Andrée Fares Michelsson 21, André Huges 20/13 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 15, Dino Stipcic 14/6 fráköst, Bóas Jakobsson 7, Brynjar Snaer Gretarsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 5/8 fráköst, Sigmar Hákonarson 2/4 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Nökkvi Jarl Óskarsson 0, Elvar Veigur Ævarsson 0, Einar Bjarni Helgason 0.

Þór Ak.-Selfoss 92-78 (26-17, 30-23, 19-31, 17-7)

Þór Ak.: Larry Thomas 24/9 fráköst/7 stoðsendingar, Damir Mijic 22, Júlíus Orri Ágústsson 14, Kristján Pétur Andrésson 12, Bjarni Rúnar Lárusson 6/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 5, Pálmi Geir Jónsson 4/8 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 0, Sigurður Traustason 0, Kolbeinn Fannar Gíslason 0, Óðinn Ásgeirsson 0.
Selfoss: Chaed Brandon Wellian 19/6 fráköst, Marvin Smith Jr. 16/9 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 10/5 fráköst, Ari Gylfason 10/7 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 8, Hlynur Hreinsson 3, Haukur Hlíðar  Ásbjarnarson 0, Hlynur Freyr Einarsson 0, Bergvin Ernir Stefánsson 0.