Tveir leikir fóru fram í átjándu umferð Dominos deildar karla í kvöld þar sem stórleikur fór fram á Sauðárkróki.

Tindastóll tók á móti Stjörnunni þar sem gestirnir gátu unnið sinn tíunda sigurinn í röð. Til að gera langa sögu stutta átti Tindastóll ekki séns í lið Stjörnunnar sem lék á allsoddi í dag. Að lokum fór svo að að Stjarnan fór illa með Tindastól í leiknum og unnu þar sem heimamenn voru með einungis 59 stig.

Sauðkrækingar virtust andlausir í leiknum og stemmningslausir. Liðið hefur nú unnið tvo leiki af sjö frá áramótum og hafa misst af toppliðunum í bili. Stjarnan vann sinn tíunda leik í deildinni í röð og eru tveimur stigum frá toppliði Njarðvíkur.

Úrslit kvöldsins: 

Dominos deild karla

Valur 82-83 ÍR

Tindastóll 58-79 Stjarnan