Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Scotiabank höllinni í Toronto lögðu heimamenn í Raptors lið Brooklyn Nets, 127-125. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn hin besta skemmtun. Var það að lokum karfa Kawhi Leonard þegar um 4.4 sekúndur voru eftir sem að skildi liðin að.

Kawhi atkvæðamestur heimamanna í leiknum með 30 stig og 8 stoðsendingar. Fyrir gestina frá Brooklyn var það stjörnuleikmaðurinn D´Angelo Russell sem dróg vagninn með 28 stigum, 7 fráköstum og 14 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

New York Knicks 104 – 107 Cleveland Cavaliers

Washington Wizards 112 – 121 Detroit Pistons

Charlotte Hornets 90 – 99 Indiana Pacers

Brooklyn Nets 125 – 127 Toronto Raptors

Milwaukee Bucks 112 – 99 Chicago Bulls

Dallas Mavericks 104 – 120 Houston Rockets

LA Clippers 120 – 130 Minnesota Timberwolves

Portland Trail Blazers 111 – 120 Oklahoma City Thunder

Miami Heat 87 – 103 Denver Nuggets