Sextándu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Í DB Schenker höllinni í Hafnarfirði lögðu heimamenn í Haukum topplið Njarðvíkur nokkuð óvænt með 85 stigum gegn 72. Seinni leikurinn var svo öllu meira spennandi, en í honum báru heimamenn í Skallagrím sigurorð af Breiðablik, 91-90.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Haukar 85 – 72 Njarðvík

Skallagrímur 91 – 90 Breiðablik