Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles mættust tvö heimalið, Lakers og Clippers, en liðin deila heimavellinum. Fór svo að Lakers sigruðu leikinn eftir framlengingu með 123 stigum gegn 120.

Nokkuð óvænt var að sjá LeBron James aftur kominn af stað með Lakers, en hann hafði verið frá síðan á jóladag vegna meiðsla í nára. Var hann atkvæðamestur sinna manna í leiknum með 24 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Clippers var það varamaðurinn Lou Williams em dróg vagninn með 24 stigum og 6 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Dallas Mavericks 89 – 93 Detroit Pistons

Indiana Pacers 100 – 107 Orlando Magic

Milwaukee Bucks 105 – 92 Toronto Raptors

Brooklyn Nets 114 – 117 San Antonio Spurs

Philadelphia 76ers 113 – 104 Golden State Warriors

Los Angeles Lakers 123 – 120 LA Clippers