Átjánda umferð Dominos deildar karla rúllaði af stað í kvöld með fjórum leikjum.

Í Ljónagryfjunni lögðu heimamenn í Njarðvík lið Grindavíkur, Keflavík vann Skallagrím í Blue höllinni, Þór kjöldróg Breiðablik í Þorlákshöfn og í Hafnarfirði báru Haukar sigurorð af Íslandsmeisturum KR.

Njarðvík sem áður í efsta sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Stjörnunni í öðru sætinu. Þar á eftir eru Tindastóll og Keflavík í 3.-4. sætinu.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla

Njarðvík 94 – 63 Grindavík

Þór Þ 132 – 93 Breiðablik

Keflavík 104 – 82 Skallagrímur

Haukar 83 – 74 KR