20. umferð Dominos deildar kvenna fór fram í dag.

Íslandsmeistarar Hauka lögðu Snæfell í DB Schenker höllinni í Hafnarfirði, Keflavík vann Breiðablik í Smáranum, Valur kjöldróg Stjörnuna í Origo höllinni og í DHL höllinni bar KR sigurorð af Skallagrím.

Sem áður eru Keflavík og KR í efsta sæti deildarinnar með 30 stig, Valur er einum sigri fyrir aftan í þriðja sætinu og Snæfell í því fjórða, sex stigum fyrir aftan toppliðin.

Nokkur spenna er ennþá með hvort að Stjarnan nái að komast upp í fjórða sætið, en þegar átta umferðir eru eftir, eru þær aðeins tveimur stigum fyrir aftan Snæfell.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins:

Haukar 73 – 67 Snæfell

Breiðablik 67 – 71 Keflavík

Valur 83 – 60 Stjarnan

KR 80 – 64 Skallagrímur