21. umferð Dominos deildar kvenna fór af stað í kvöld með þremur leikjum.

Keflavík lagði KR í Blue Höllinni, Íslandsmeistarar Hauka náðu í sigur gegn Skallagrím í Borgarnesi og í Ásgarði lagði Stjarnan granna sína úr Kópavogi, Breiðablik.

Staðan við toppinn aðeins breytt eftir leiki kvöldsins. Keflavík nú einar á toppi deildarinnar, einum sigurleik fyrir ofan KR og tveimur á undan Val. Valur á þó leik til góða, en viðureign þeirra er gegn Snæfell í þessari umferð og fer hún fram komandi sunnudag í Stykkishólmi.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild kvenna:

Keflavík 91 – 59 KR

Skallagrímur 59 – 72 Haukar

Stjarnan 79 – 56 Breiðablik