Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem nokkuð var í dramatík í deildinni sem ætlar að vera æsispennandi.

Suðurlandsslagurinn um Ingólfsfjall fór fram á Selfossi þar sem Hamar hafði sigur og er í fjórða sæti deildarinnar. Höttur og Vestri unnu einnig örugga sigra í sínum leikjum.

Í toppslag deildarinnar fékk Fjölnir Akureyringa í heimsókn. Þór Ak voru sterkari framan af en sterk endurkoma Fjölnis í lokafjórðunginum vann leikinn. Lokastaðan 100-98 fyrir Fjölni sem saxar þar með á forystu Þórs á toppi deildarinnar sem eru tvö stig eftir leiki kvöldsins.

Úrslit kvöldsins: 

  1. deild karla:

Fjölnir 100-98 Þór Ak

Selfoss 94-97 Hamar

Sindri 76-139 Höttur

Vestri 105-63 Snæfell