Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í dag.

Grindavík lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki, Hamar tapaði fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni og á Akureyri báru heimastúlkur í Þór sigurorð af ÍR.

Sem fyrr er það Fjölnir sem er á toppi deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan Grindavík í öðru sætinu. Grindavík á þó leik til góða á Fjölni.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins:

Tindastóll 69 – 84 Grindavík

Njarðvík 66 – 60 Hamar

Þór 62 – 46 ÍR