Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í American Airlines höllinni í Dallas lögðu heimamenn í Mavericks lið Portland Trail Blazers með einu stigi, 102-101. Nokkuð einkennilegur endir á spennandi leik, þar sem að Luka Doncic skoraði síðustu stig Mavericks í leiknum af vítalínunni þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Undir okin fékk stjarna Trail Blazers, Damian Lillard svo möguleika til þess að vinna leikinn fyrir sína menn, en allt kom fyrir ekki.

Slóveninn Luka Doncic atkvæðamestur heimamanna líkt og svo oft áður í vetur, skilaði 28 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Fyrir gestina var það Damian Lillard sem dróg vagninn með 30 stigum og 5 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Portland Trail Blazers 101 – 102 Dallas Mavericks

Los Angeles Lakers 120 – 143 Philadelphia 76ers

Phoenix Suns 104 – 117 Sacramento Kings

Orlando Magic 124 – 108 Atlanta Hawks

Miami Heat 118 – 120 Golden State Warriors