Fátt er meira rætt á kaffistofum landsins í dag en kynþáttafordómarnir sem Kristófer Acox greindi frá að hann hefði orðið fyrir í gær er KR heimsótti Tindastól.

Tindastóll sendi frá sér yfirlýsingu í framhaldinu þar sem Kristófer var beðinn afsökunar. Í samtali við Vísi í morgun sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ að framkoma stuðningsmanns Tindastóls yrði fordæmd og væri til skoðunnar. 

Urald King leikmaður Tindastóls hefur einnig lagt sitt til málana en hann segir á Twitter að sá sem myndi kalla einhvern að sama kynþætti og hann apa gæti aldrei orðið stuðninsmaður eða aðdáandi hans.

Fróðlegt verður að sjá hver næstu skref í þessu ömurlega máli verða en körfuboltaáhugamenn staðið saman að fordæma hegðunina á samfélagsmiðlum frá því í gær.