Rétt í þessu var tilkynnt að Tindastóll hefði komist að samkomulagi við Urald King að rifta samningi við leikmanninn. PJ Alawoya snýr aftur til liðsins en hann var með liðinu fyrir áramót tímabundið.

Tindastóll hefur gengið afleitlega eftir áramót og einungis unnið tvo leiki af átta í deild og bikar. Stórt tap gegn Stjörnunni í gær virðist hafa tekið steininn úr og því ákveðið að fara í þessar breytingar.

Urald King var algjörlega frábær mað Tindastól fyrir tímabilið og var með 20,3 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann var valinn besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í Körfuboltakvöldi og því má segja að þetta séu ansi óvænt tíðindi.

Þá mun Michael Ojo ekki leika áfram með liðinu en hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.