Enn og aftur er blíðskapa veður í Hólminum, sumir myndu ekki trúa því en það er komið vor í Hólminum. Við Hólmarar vonum svo sannarlega að það endist að minnsta kosti fram að vori.

Að leiknum, Snæfell og Breiðablik mættust í Stykkishólmi í kvöld og má segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni. Blikastelpur hafa litlu að spila öðru en að slípa sig saman og stoltinu en Snæfell eru að reyna að koma sér í gírinn aftur og tryggja sæti í úrslitakeppninni. Þær eru í harðri baráttu við Stjörnuna og þar má lítið klikka.

Leikurinn
Snæfell eru greinilega með reynslumeira og betra lið en Breiðablik, þó svo að framtíðin virðist vera björt í Kópavogi. Það eru margar ungar og efnilegar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og það mun sannarlega hjálpa til þegar fram líða stundir. Heimakonur áttu leikinn frá A-Ö og dreifðu mínútum vel á milli leikmanna, það var gaman að sjá að ákefðin og gæðin minnkuðu lítið sem ekkert þó svo að bekkurinn hafi verið notaður vel. Vörnin var frábær á köflum og greinilegt að Hólmarar kunna vel að hjálpast að.

Kristen McCarthy var framúrskarandi eins og svo oft áður með 29 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar og frábæra skotnýtingu á tæpum 35 mínútum. Allir leikmenn skiluðu frábæru dagsverki í liði Snæfells og má segja að stemmning hafi verið í hópnum.
Blikar sigla áfram, í þessum leik fengu þær á sig hungraða vörn Snæfells sem var í öðrum ham en Blikar. Breiðablik voru ekki tilbúnar í hörku eins og Snæfell getur spilað og því fór sem fór.

Leikurinn endaði 93-56 fyrir Snæfell og halda þær fjórða sætinu í deildinni. Breiðablik er hins vegar á botninum 10 stigum á eftir Skallagrím sem eru í næst neðsta sætinu.

 • Helstu punktar
  Kristen skellti í þrennu 29/13/10
  Snæfell tóku 59 fráköst á móti 32 fráköstum Breiðabliks
  Snæfell var með 57% nýtingu í 2ja.
  Blikar voru með 7 stoðsendingar á móti gjafmildum Hólmurum sem gáfu 23 slíkar
  Tinna (16 ára) skoraði 7 stig og lét vel fyrir sér finna í vörninni

 

Leikurinn á Snæfell TV 

 

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Gunnlaugur Smárason