Í kvöld áttust við Skallagrímur og Breiðablik í Borgarnesi í Dominos deild karla.

Leikurinn var fallbaráttu slagur og gat Breiðablik jafnað Skallagrím að stigum með sigri.

Fyrsti leikhluti byrjaði vel fyrir Skallagrím sem náðu strax völdum á leiknum. Blikar voru samt ekkert langt á eftir og kröfsuðu í hælana á Borgnesingum. Staðan 30-24 fyrir Skallagrím eftir leikhlutann.

Í öðrum leikhluta fóru Blikar að finna fyrir sér og náðu að jafna leikinn. Leikurinn var mjög jafn og Blikar ná forystu undir lok leikhlutans og voru yfir í hálfleik, 49-51.

Í þriðja leikhluta byrjuðu liðin að hitta mjög illa og voru fá stig á upphafsmínútum leikhlutans. Blikar náðu smá forskoti og voru Skallagrímsmenn hálfdaufir inná vellinum. Staðan eftir leikhlutann, 65-71 fyrir Blika.

Í fjórða leikhluta héldu Blikar áfram að vera í forystunni og stemningin í húsinu hálfdauf. Skallagrímsmenn voru að spila mjög illa á tímapunkti en náðu í miðjum leikhlutanum að minnka muninn í nokkur stig. Skallagrímsmenn fóru síðan að girða sig og náðu forystunni sem Blikar náðu ekki aftur. Blikar voru með boltann þegar 2 sek voru eftir af leiknum en brenndu af þriggja stiga skoti og unnu Skallagrímur 91-90 í hörkuleik.

Besti leikmaður vallarins var Domogoj Samac sem var með 26 stig og 9 fráköst. Hjá Blikum var Erlendur Ágúst Stefánsson sem var með 27 stig. Einnig var Twitter stjarnan Tómas Steindórsson með 5 stig og 3 fráköst í sínum fyrsta leik í deild þeirra bestu.

Breiðablik geta verið ósáttir með spilamennsku sinni í lokin en Skallagrímsmenn geta verið fegnir að hafa náð sigri úr leik sem þeir voru að spila mjög illa í.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Gunnlaugur Auðunn Júlíusson)

Umfjöllun: Guðjón Gíslason.