Þór Akureyri styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með góðum heimasigri á Selfossi 92-78 í kvöld.

Helstu fregnirnar úr leiknum eru þær að Óðinn Ásgeirsson tók skónna af hillunni og spilaði á ný með Þór Ak. Hann lagði skónna á hilluna 2011 en lék tíu leiki 2013 auk þess sem hann hefur verið að leika með B-liði félagsins.

Óðinn sem verður fertugur í næstu viku á að baki farsælan feril þar sem hann lék lang stærstan hluta hans með Þór Ak. Auk þess lék Óðinn eitt tímabil með KR í efstu deild tímabilið 2002-2003. Þá lék hann einnig eitt tímabil með Eagles í Noregi tímabilið 2003-2004.

Til gamans má geta að Óðinn var valinn íþróttamaður Þórs Ak árið 2000. Það er ári áður en hinn sterki 2001 árgangur Þór Ak sem er stór hluti af liðinu fæddist. Hinn gríðarlega efnilegi Júlíus Orri Ágústsson er einmitt fæddur þetta ár.

Mynd: Palli Jóh – Thorsport.is