Undanúrslit Geysisbikars karla fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Næst er komið að KR sem mætir Njarðvík í undanúrslitum kl 20:15 í dag.

 

KR

Ekkert lið hefur komist jafn oft í bikarúrslit eins og KR en liðið getur bætt leik númer 22 í safnið með sigri á Njarðvík. Liðið hefur núna komist fjögur ár í röð í úrslitaleikinn og eru sjálfsagt með blóð á tönnuninum eftir niðurstöðuna úr úrslitaleiknum fyrir ári síðan.

Gengi KR hefur verið brösugt síðustu vikurnar og því má segja að liðið sé ekki talið líklegra þegar farið er í leik kvöldsins. Aftur á móti höfum við oft séð KR sýna hvað í þeim býr þegar bikar er í boði og því ekki ólíklegt að liðið sækji þrettánda bikarmeistaratitilinn um helgina.

Undanúrslitaviðureign: Gegn Njarðvík fimmtudaginn 14. febrúar kl. 21:15

Síðasti leikur þessara liða í deild: KR 55-71 Njarðvík – 4. febrúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 95-65 sigur á Grindavík

Viðureign í 16 liða úrslitum: 129-54 sigur á KR-b

Viðureign í 32. liða úrslitum: 101-68 sigur á Álftanesi

Fjöldi bikarmeistaratitla: 12

Síðasti bikarmeistaratitill: 2017

 

Fylgist með: Geitinni

Þetta gæti verið í síðasta skipti sem Jón Arnór Stefánsson tekur þátt í bikarhelginni. Líklegt er að hann leggi skónna á hilluna eftir tímabilið og því um sögulegt tækifæri að ræða að sjá hann spila.

Það vita allir hvað Jón Arnór getur gert, unnið leiki uppá sitt einsdæmi og gjörsamlega eignað sér helgina.

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti

 

Viðtöl: