Leikmaður Oklahoma City Thunder, Hamidou Diallo, bar sigur úr býtum í troðslukeppni Stjörnuleiks-helgar NBA deildarinnar í nótt. Að lokum var það einvígi á milli hans og leikmanns New York Knicks, Dennis Smith Jr. sem hann sigraði til þess að hampa titlinum, en ásamt þeim voru leikmaður Atlanta Hawks, John Collins og Miles Bridges úr Charlotte Hornets skráðir til leiks.

Allar troðslur keppninnar og úrslitin er hægt að sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.