Valur sigraði Stjörnuna í úrslitaleik Geysisbikarsins 2019 fyrr í dag. Er þetta í fyrsta skiptið sem liðið vinnur bikarinn, en fram að deginum í dag höfðu þær aðeins einu sinni spilað úrslitaleik áður, 2013 gegn Keflavík.

Stuðningsmenn Valsara vöktu athygli fyrir vasklega framgöngu í dag en liðið fagnaði ærlega að lokaflautið gall.

Myndband Körfunnar frá freyðivínssturtunni í sturtuklefanum eftir leik á finna hér að neðan. Greinilegt að gleðin verður mikil hjá Valsliðinu í dag.