Haukar tóku á móti toppliði Njarðvíkur fyrr í kvöld þar sem Njarðvík gat komið sér í ansi þægilega forystu á toppnum með sigri.

Haukarnir sem voru án Kristins Marínóssonar auk þess sem Hjálmar Stefánsson lék einungis níu mínútur voru staðráðnir í að ná í sigur. Liðið leiddi frá upphafi og gaf forystuna aldrei af hendi. Að lokum fór svo að Haukar unnu góðan 85-72 sigur á Njarðvík.

Þetta var þriðji sigurleikurinn í röð hjá Haukum sem hafa einnig unnið Tindastól síðustu vikurnar. Liðið er þar með komið í 14 stig og getur farið að horfa upp fyrir sig í töflunni.

Njarðvík er enþá með tveggja stiga forystu á toppnum en liðinu skorti áræðni og einbeitingu í kvöld.

Myndasafn (Bára Dröfn)

Haukar-Njarðvík 85-72 (20-17, 20-22, 23-19, 22-14)

Haukar: Russell Woods Jr. 29/17 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Smári Henningsson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ori Garmizo 17/9 fráköst, Daði Lár Jónsson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 5, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Ívar Barja 0, Óskar Már Óskarsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 24/5 fráköst, Jeb Ivey 15, Maciek Stanislav Baginski 12, Logi  Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5/9 fráköst, Mario Matasovic 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jon Arnor Sverrisson 3, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Garðar Gíslason 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0.