Haukar lögðu Íslandsmeistara KR fyrr í kvöld með 83 stigum gegn 74 í 18. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er KR í 5. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Haukar eru í 7.-8. sætinu ásamt Grindavík með 16.

Ljósmyndari Körfunnar, Bára Dröfn Kristinsdóttir, var í DB Schenker höllinni í kvöld og festi leikinn á filmu. Afraksturinn má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.

Myndsafn 

 

 

Tölfræði leiks:

Haukar-KR 83-74

(19-22, 18-19, 20-19, 26-14)

Haukar: Russell Woods Jr. 27/7 fráköst, Haukur Óskarsson 20/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Smári Henningsson 10, Daði Lár Jónsson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Arnór Bjarki Ívarsson 3, Ori Garmizo 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Magni Marelsson 0, Óskar Már Óskarsson 0, Ívar Barja 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.

KR: Julian Boyd 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 16/10 fráköst/3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson 13/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/6 fráköst, Björn Kristjánsson 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 3, Michele Christopher Di Nunno 2, Emil Barja 1/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 0, Orri Hilmarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0.