Viðtalsefni Körfunnar að þessu sinni er Mantas Mockevicius. Mantas gekk inn í Sláturhúsið á undirbúningstímabilinu og spurði þjálfara Keflavíkur, Sverri Þór Sverrisson, hvort hann mætti vera með. Hann reyndist vera fyrrverandi yngri landsliðsmaður frá Litháen og hafði spilað víða.

Hann hefur tekið Keflavík ástfóstri og segist hafa fundið leikgleðina aftur eftir að hafa sagt skilið við körfubolta skömmu eftir tap fyrir U20-liði Ítalíu sem þjálfarinn kenndi honum um. Hann ræðir árin á milli yngri landsliðanna og Keflavíkur og segir frá hvert hann hvarf í nóvember og desember mánuði.

Við spjöllum um íslensku úrvalsdeildina, íslenska leikmenn og íslenska náttúru. Mantas finnst að tilfinningar eigi heima á vellinum og spjallar um búningsklefann hjá Keflavík. Hann endar viðtalið á bombu sem birtist seinna á Körfunni! Njótið vel!

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

00:00:30 – Þegar Mantas gekk inn á æfingu hjá Keflavík.

00:02:30 – Hvar karfan byrjaði hjá Mantas.

00:06:00 – Íslenskur körfubolti samanborinn við litháenskan körfubolta.

00:08:10 – Mindaugas og Mantas.

00:13:15 – Árin á milli U20-liðsins og Keflavíkur.

00:19:20 – Hvert fór Mantas í nóvember og desember?

00:21:55 – Tilfinningar á vellinum og móralinn í búningsklefanum.

00:24:30 – El Clasico og hin liðin í deildinni.

00:28:40 – Nýja Evrópureglan frá Mantasi séð.

00:31:45 – Mantas utan vallar

00:34:45 – Mantas tekur yfir Keflavík!